top of page

Geitalabb í góðum fíling

Upplifunin er: 

Göngutúr undir leiðsögn með geithöfrunum Gandálfi, Fjalari, Kjalari,

Óra og Nóra í ósnortinni náttúru jarðarinnar Gufuár.

Gönguferðin byrjar við fjárhúsin á Gufuá og liggur þaðan eftir stíg meðfram ánni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

GEITALABB (45 mín.)

30 mín ganga með geitur í taumi. Samtals um 45 mín með undirbúningi.

Frítt fyrir börn yngri en 6 ára

Verð: 3500 á mann 

Fjölskyldu- og hópatilboð

Hafið samband beint við okkur í símanetfang eða Airbnb v. hverskyns fyrirspurna. 

Upplifunina þarf að bóka fyrirfram

Opið: 1.júní - 1. nóvember.

 Utan þess tíma er opið eftir samkomulagi miðað við veður og ástand til göngu og heimsókna. 

Lágmarksfjöldi þáttakenda sem greiða: 2

Hentar fyrir fólk sem hefur þokkalega góða göngufærni í landslagi en börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum og á þeirra ábyrgð. Einungis börn 12 ára og eldri fá að teyma geitur sjálf þó þau geti að sjálfsögðu teymt með aðstoð og undir eftirliti fullorðins fylgdaraðila.

Við byrjum á því að tala um nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem tengjast íslensku geitunum. Svo kynnum við til leiks geithafrana meðan lagt verður við þá múll og taumur. Við munum fara yfir hvernig best er að umgangast geiturnar, teyma og haga sér í kringum þær. Þegar við erum öll tilbúin að leggja í hann, færðu geithafur til að teyma og göngutúrinn hefst.

Þar sem það eru aðeins fimm geithafrar en gestir geta verið fleiri, munum við skiptast á við að teyma þá. Hafrarnir teymast auðveldlega. Þeir koma til með að ganga á eftir þér, á undan þér, í kringum þig og við hliðina á þér. Upplifunin snýst um að eiga og njóta tíma með þessum yndislegu dýrum sem og að ganga. Við ferðumst á eðlilegum gönguhraða, það er enginn að flýta sér.

Góðir gönguskór/stígvél henta vel í þessa göngu. Mundu að hafa myndavélina þína með til að taka myndir. Meðan á göngunni stendur stoppum við nokkrum sinnum til að láta hafrana bíta (við reynum að láta þá ekki stoppa í langan tíma) og til að spjalla, hvíla okkur og taka myndir. Á áfangastað er hægt að taka fleiri myndir og geiturnar fá líka smá nammi að launum.

Við leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu og vonumst til að gestir okkar eignist góðar minningar og skemmtileg augnablik með fólki, dýrum og umhverfi.

Í stuttu máli: einstaka upplifun.

 

Við erum úti allan tímann svo vinsamlegast athugið að vera klædd eftir veðri í hlý og vatnsheld föt og skó/stígvél, eftir því sem við á.

Gönguferð okkar lýkur við fjárhúsin, þar sem hún hófst. 

Önnur dýr á bænum eru hundar, kettir, hænur, hestar og kindur. 

ATH: ENGIN SALERNISAÐSTAÐA

Af öryggisástæðum leyfum við engin gæludýr með gestum (hvorki laus né í bandi).

IMG_8476.JPG

 ÖÐRUVÍSI UPPLIFUN 

2020-020.jpg
logo.jpg
bottom of page