SAMSPIL

Kennslubók í tamningu og þjálfun hesta sem ber nafið SAMSPIL. Höfundur bókarinnar er Benedikt Líndal, tamningameistari.

Í þessari bók leiða saman hesta sína tveir afburðamenn, þeir Benedikt Líndal tamningameistari og Friðþjófur Helgason ljósmyndari. Þeir eiga að baki farsælt samstarf enda hafa áður komið úr smiðju þeirra kennslumyndirnar Frumtamning og Þjálfun. SAMSPIL er lokakaflinn í þeim þríleik. Hér er á ferð einstök bók sem sameinar fræðslu, hugleiðingar og hreina upplifun.

„Í samstarfi tveggja snjallra kunnáttumanna, hestamanns og ljósmyndara, hefur hér orðið til sérlega falleg bók. Í Samspili finnum við margar einstaklega vel teknar ljósmyndir, mikinn fróðleik og leiðbeiningar, fjöldann allan af góðum hugmyndum og einnig dæmisögur úr margra áratuga reynslu tamningamanns í fremstu röð. Höfundi hefur tekist að búa til skemmtilega og spennandi viðbót við kennslumyndirnar tvær sem á undan eru gengnar og að ljúka heildarverkinu með þessari bók sem einkar fallegum og fróðlegum lokakafla.“ – Pétur Behrens

„Ég hef þekkt Benedikt Líndal í tuttugu og fimm ár. Hann ákvað snemma að nota tímann vel og verja lífi sínu í að þroskast, bæði sem hestamaður og persóna. Það hefur honum tekist. Kennslumyndirnar Frumtamning og Þjálfun, og nú bókin Samspil, tala sínu máli og þurfa ekki frekari vitna við. Verk sem bera höfundinum fagurt vitni. Tónninn í bókinni er líkur og í myndunum. Ekki of fræðilegur, ekki formlegur. Lesandinn upplifir sig sem þátttakanda í spjalli við vin og kunningja, sem hefur góð ráð undir rifi hverju, en er alls ekki að þröngva sínum skoðunum upp á aðra. Virðing Benna fyrir hestinum er rauður þráður í gengum þessi þrjú verk. Allt hans líf snýst um hesta og flest sem þeim tengist. En það er „samspil“ manns og hests sem alltaf situr í fyrirrúmi. “ – Jens Einarsson

Bókin SAMSPIL er um 150 síður. Hún er prýdd fjölda fallegra mynda eftir Friðþjóf Helgason, ljósmyndara. Friðþjófur var einnig á bak við kvikmyndavélina við gerð myndbandanna tveggja. Það er bókaútgáfan Uppheimar á Akranesi sem gefur bókina út.

Uppseld á íslensku, ensku og þýsku einungis fáanlega á sænsku.  
Verð m.vsk. kr. 4.990.- + pökkun og póstburðargjald

1/2