TÖLUM UM HESTA

Í þessari einstöku bók er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Hjónin Benni Líndal tamningameistari, reiðkennari og hrossabóndi í Borgarfirði og Sigga Ævars hómópati og alþýðulistakona skrifa bókina saman, út frá reynslu sinni með hestum og lífinu með þeim. 

Bókin er rúmlega 250 bls. að lengd og ríkulega myndskreytt. Sérstaklega falleg og að mörgu leyti öðruvísi bók um hesta en hingað til hafa sést. Í henni er blandað saman fræðslu, sögum, hugleiðingum, myndum ofl. til að koma til skila því sem höfundar hafa að segja - sem er nú ýmislegt. 

Einstök bók fyrir alla sem hafa áhuga á hestum.

gæj.jpg
hæjb.jpg