top of page

TÖLUM UM HESTA

Þessi glænýja bók  (desember 2021) er skrifuð af okkur hjónunum þ.e. Benna Líndal og Siggu Ævars.

 

 

Bókin er rúmlega 250 bls. að lengd og sérlega fallega myndskreytt.  Að mörgu leyti öðruvísi hestabók en hingað til hefur sést. Í henni er blandað saman fræðslu, sögum, hugleiðingum, myndum ofl. til að koma til skila því sem höfundar hafa að segja - sem er nú ýmislegt. Virkilega eiguleg bók sem fengið hefur frábæra dóma og umsagnir lesenda.

Einstök bók, virkilega þess virði að eyða plássi í og eiga í hillunni eða hesthúsinu til að grípa í þegar vantar pepp, innblástur eða gæðastund. Bókin var þýdd yfir á ensku og þýsku og komu þær útgáfur út í júlí 2022. 

Bókin er fáanleg í verslunum Eymundsson og e-m fleiri bókaverslunum. Einnig hjá bókaútgáfunni Nýhöfn og í ýmsum reiðtygjaverslunum.

Nokkrar umsagnir lesenda:

,,Þegar maður byrjar á þessari þá er hún kláruð og verður lesin aftur og aftur. Biblía hestamannsins er komin til að vera. Til hamingju Sigga og Benni með skemmtilegt og aðgengilegt rit, skrifað á mannamáli." Ingimar Jónsson, Flugumýri

,,Tölum um hesta - hreint út sagt guðdómleg bók hvort sem þú hefur áhuga á hestum eða ekki. Loksins kemur bók sem fjallar um tilfinningu dýra/hesta af þeim skilningi og harmoníu sem verður að ríkja milli manns og hests. Fallega og vel skrifuð, aðgengileg og aðlaðandi og hönnunin einstök. Mannbætandi og djúpvitur, full af virðingu fyrir öllu sem lifir. Og myndirnar eru líka stórkostlegar!" Gróa Finnsdóttir - Bókagull

"Undirrituð fékk bókina í hendurnar og gat ekki lagt hana frá sér." Ásdís Haraldsdóttir blaðakona, tekið úr umfjöllun hjá Hestamennska

,,Búin að lesa mína, takk fyrir bráðskemmtilega og fróðlega lesningu." Monika Kimpfler

,,Ég er að lesa bókina ykkar. Hún hittir mig beint í hjartað. Og styður við mína hugmynd í hestamennsku, þegar ekki gengur vel hvað er ég að gera vitlaust?" Sigurður Björnsson 

,,Er langt komin með að lesa hana og hún er í einu orði sagt frábært"! Stefanía Geirsdóttir 

Ég fór í háttinn með bókina Tölum um hesta sem Sigga og Benni eru nýbúinn að gefa út. ,,Ég kláraði 2 kafla en ákvað að taka mér frí í vinnunni daginn eftir til þess að lesa alla bókina. Takk fyrir að skrifa þessa bók." Haffi Gíslason 

,,Sannarlega einstök bók, takk". Margrét Dögg Halldórsdóttir

 

gæj.jpg
Tölum um hesta KÁPA .jpg
bottom of page