top of page

Hjónin Benni og Sigga

Benedikt Líndal

Oftast kallaður Benni Líndal,  er með A-reiðkennararéttindi og meistarapróf í tamningum frá FT.Hann hefur starfað sem reiðkennari við Landbúnaðarháskólana bæði á Hvanneyri og á Hólum og stundað reiðkennslu hérlendis og erlendis.

 

Í kennslunni hefur áherslan alltaf verið á velferð hestsins í því flókna samspili sem samskipti manns og hests eru. Og um leiðir til að skilja betur tungumál og tjáningarmáta hans, hegðun og þarfir og hvernig best megi miðla þessari þekkingu áfram.

 

Til þess framleiddi hann kennsluefni fyrir íslenska hesta og knapa þeirra á fjórum tungumálum, sem allt er metsöluefni.  Fyrst ber að telja tvær DVD kennslumyndir: Frumtamning og Þjálfun, sem nú eru báðar aðgengilegar á youtube. Bókin Samspil (sem  er uppseld og ófáanleg) og svo nýjasta bókin Tölum um hesta sem hann og Sigga skrifa saman.

 

Þá hefur hann í mörg ár í samvinnu við hinn þekkta reiðtygjaframleiðanda Stübben GmbH, hannað og framleitt   Benni´s Harmony hnakka.

 

Hestavænir þjálfunaraðferðir og hestvæn reiðtygi ganga í hönd þegar  kemur að því að skapa gott samband milli manns og hests. 

Sigríður Ævarsdóttir

Yfirleitt kölluð Sigga hefur stundað búskap með hross, kindur og geitur í meira en 30 ár.

 

Hún hefur lokið námi í lífrænum landbúnaði frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri auk náms í Vistrækt (Permaculture Design). Hún er einnig menntuð sem hómópati frá College of Practical Homeopathy í London með viðbótarkúrs í hómópatíu fyrir hesta frá Institut Kappel Wüpperthal.

Að auki er Sigga alþýðulistakona og málaði allar myndrnar í bókinni Tölum um hesta. Teiknar og málar eftir pöntun fyrir aðra.

bottom of page