
InHarmony
Live the life you love, love the life you live
ÞÆGINDI - ÖRYGGI - GÆÐI - FAGMENNSKA





Adventure - „Ævintýri líkast“
Adventure er einstaklega fallegur og er hugsaður sem alhliða hnakkur fyrir útreiðar, ferðalög, þjálfun og keppni.
Í þessum hnakk er lögð áhersla á að hafa hann sérstaklega mjúkan fyrir knapann.
Leðrið utan um hnépúðann er formað með það í huga.. Þetta gefur frábæra tilfinningu – hnéð nánst sekkur inn í mjúkt leðrið. Orginal Stübben virki, sem fjaðrar bæði á ská og þversum. Auka svampur í sæti sem gerir það enn mýkra.
Náttúruleg ull í undirdýnum.
Litur: Einlitur að eigin vali eða tvílitur að eigin vali.
Verð: 420.000 – m.vsk.
Virkisgleidd: 32 cm
Sætis stærðir: M (17,5”) og S (17”)
Biomex í sæti veitir minna áreiti á rófubein og knapinn þreytist síður í baki.
Biomex-tíglarnir í sætinu lyfta knapanum aðseins upp í sætinu og þarmeð situr
hann minna gleiður. Gott fyrir stirðar mjaðmir og sumir fíla þessa útfærslu
einfaldlega betur.
Biomex í sæti er hægt að fá í allar gerðir Benni´s Harmony hnakka nema
Comfort.
Á öllum hnökkum er hægt að fá áritaða plötu með nafni festa á hnakkinn.