top of page
InHarmony
Live the life you love, love the life you live
Undirdýnur
Ég hef aldrei verið mikið fyrir neinskonar “dýnudót”, en undanfarin ár hef ég notað þessa undirdýnu að staðaldri og finnst hún frábær.
Hún er sérsaumuð fyrir Benni´s Harmony hnakkana og fer vel, það er auðvelt að festa hana við hnakkinn og hún þvælist því ekkert fyrir manni.
Kosturinn við svona hlífðardýnu er að hnakkurinn er alltaf hreinn að neðan, salt og hár festast ekki í saumunum og þetta auðveldar öll þrif á hnakknum auk þess sem líftími leðursins lengist.
Þegar dýnan er orðin skítug, hendir maður henni einfaldlega í þvottavélina.
Litur: Svartur. Vorum áður með bláar dýnur, er núna einungis með svartar samskonar og á myndinni á lager. Hægt að panta bláar ef vill.
Verð: 14.000 m. vsk.
bottom of page