InHarmony
Live the life you love, love the life you live
ÞJÁLFUN
ALGER KLASSÍK !
Í þessu myndbandi opnar Benedikt Líndal dyrnar á tamningastöð sinni og leyfir áhorfendum að fylgjast með þjálfun nokkurra hrossa í u.þ.b. eitt þjálfunartímabil. Hann heldur áfram þar sem frá var horfið í fyrra myndbandi sínu um frumtamningu og sýnir hér áhorfendum ýmsar áhrifaríkar leiðir sem hann notar í framhaldsþjálfun.
Komið inn á mikilvægi fjölbreyttra vinnubragða, þjálfun gangtegunda, hvernig við getum skapað jákvæða stemmningu til að viðhalda vinnugleðinni og auka árangur, rétta notkun stangaméla o.m.fl.
Með því að byggja upp gagnkvæmt traust og virðingu og með vinnubrögðum sem hesturinn skilur og samþykkir skapast grundvöllur til að laða fram það besta í hverjum einstökum hesti, hvort heldur um er að ræða fjölskyldu eða keppnishest. Markmiðið með þjálfuninni er að hesturinn verði vel taminn, þjáll og mjúkur, léttur í beisli, næmur, líkamlega sterkur og öruggur á mismunandi gangi.
Tónlistin í myndinni er frumsamin og flutt af hinum þekkta hestafréttamanni og lífkúnstler Jens Einarssyni.