top of page

Það er mikilvægt að hnakkurinn sem þú kaupir henti þér og til þess er vissara að prófa hann á hesti, allra helst á hesti sem þú þekkir. Þannig færðu réttan samanburð.

HNAKKAKYNNINGAR

Góður hnakkur sem endist vel er töluverð fjárfesting og því er það mikilvægt að hafa tækifæri til að geta prófað mismunandi gerðir hnakka á hesti áður en ákvörðun er tekin. Maður þarf sjálfur að fíla hnakkinn og það getur aðeins maður sjálfur sagt til um eftir að hafa prófað.

Stübben Benni´s Harmony hnakkarnir eru hágæðahnakkar úr úrvals hráefni og þekktir af vönduðu og endirgóðu handbragði. Að baki liggur 25 ára góð samvinna og reynsla.

Við bjóðum uppá þá þjónustu að Benni heimsæki fólk um allt land og kynni á faglegan hátt grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga við hnakkakaup. Síðan prófar fólk hinar ýmsu gerðir hnakka og fær tíma til að mynda sér sína eigin skoðun. 

Hægt er að panta hnakkakynningu í síma 863 6895 eða senda tölvupóst á harmony@inharmony.is

bottom of page