top of page
Leðurprufur.jpg

LEÐUR, BIOMEX OG VIRKI

Stübben Benni´s Harmony hnakkar eru gerðir úr  úrvals leðri til að tryggja endingu og þægindi. Þetta leður fæst í mismunandi litum; svart, ebony, redwood, tabacco og fleiri og hægt að velja einn lit á hnakkinn eða blanda saman litum eftir smekk og búa til einstakan hnakk eftir sínu höfði. Þessu til viðbótar er hægt að fá sauma eftir smekk og ýmsar aðrar skreytingar svosem eðalsteina, messing eða silfur málmhluti osfrv.

Allir hnakkarnir eru með forspennt Stübben virki, sjá nánar.

Stübben er samstarfsaðili Biomex Technology Center hjá Klinic Gut.

Rannsóknir segja að meira en helmingur knapa þjáist af bakverkjum, sérstaklega eftir útreiðar. Þegar hesti er riðið kemur álag á setbeinin. Þrýstingur á setbein og viðkvæma vefi umhverfis þau geta valdið sársauka og það sama gildir um rófubein. Stübben Biomex léttir álagi af rófubeini með tveimur tígul-laga púðum í sæti sem loftar á milli og taka við þunganum af setbeinum og draga úr áreiti á rófubein og mænu í stað þess sem stendur. 

bottom of page