top of page

ÞÆGINDI - ÖRYGGI - GÆÐI - FAGMENNSKA

IMG_1242.JPG

Aramis Grand Prix

Aramis Grand Prix hnakkurinn er eitt af flaggskipunum í dressúrhnökkum hjá Stübben. Gangtegundirnar hjá íslenska hestinum og fimi hans þar ásamt útfærslu knapa eru í raun dressúræfingar ganghests og ég ákvað að bjóða uppá þennan hnakk fyrir þá sem vilja frábæran, extra djúpan, flottan, vandaðan og góðan hnakk með sérlega mjúka hnépúða ætlaðan fyrir slíkt. Fyrir utan að Aramis Grand Prix hnakkurinn er einstakur á grunngangtegundum þá er hann ekki síðri á tölti og fljúgandi skeiði. Í hnakknum eins og öllum öðrum hnökkum frá Stübben er orginal forspennt Stübben fjaðurvirki og knapinn situr þar með vel inni í hreyfingu hestsins.

Aramis Grand Prix er algerlega fyrir þá sem vilja fallegan hágæða hnakk, með mjúkum hnépúðum, extra djúpu og þægilegu sæti með góðum stuðningi og hentar í keppni og þjálfun.

 

 

 

 

 

 

  • Náttúruleg ull í undirdýnum.

  • Aramis Grand Prix er fáanlegur í þremur sætisstærðum (S/17”, M/17,5” & L/18”) 

  • Saumar, sætisþráður og spegill (bakhluti sætis) í mörgum mismunandi litum.

  • Leðurlitir svartur, ebony, redwood, tabacco ofl.

  • Perluskreytingar, árituð plata með nafni, naglar og festingar í mismunandi litum; silfur, brass, gyllt ofl.

Biomex í sæti veitir minna áreiti á rófubein og knapinn þreytist síður í baki.

Biomex-tíglarnir í sætinu lyfta knapanum aðseins upp í sætinu og þarmeð situr

hann minna gleiður. Gott fyrir stirðar mjaðmir og sumir fíla þessa útfærslu

einfaldlega betur. 

Biomex í sæti er hægt að fá í allar gerðir Benni´s Harmony hnakka nema Comfort.

bottom of page