top of page

Sögustund á vörðu-göngu

 

Upplifunin er:

Við þræðum leið milli varða sem staðið hafa á útsýnisstöðum um langa hríð og merkt slóð vegfarenda milli bæja og vísað veginn innan héraðs. Við lofum skemmtilegri, lærdómsríkri og áhugaverðri göngu um landnámsjörðina Gufuá í Borgarbyggð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VÖRÐUGANGA (2 klst.)

2 tíma söguganga milli varða á Gufuá

Verð: 4000 ISK á mann

FJÖLSKYLDU- OG HÓPATILBOÐ

Hafið samband beint við okkur í símanetfang eða Airbnb v. hverskyns fyrirspurna. 

UPPLIFUNINA ÞARF AÐ BÓKA FYRIRFRAM

Opið: 1. júní - 1. nóvember

Utan þess tíma er opið eftir samkomulagi miðað við veður og ástand til göngu og heimsókna.

Lágmarksfjöldi aðila fyrir þáttöku: 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er tveggja klst. löng söguganga með endastöð í gömlum fjárhúsum þar sem kíkt verður á búsmalann. Á göngunni fræðast þátttakendur um búskap á jörðinni Gufuá fyrr og nú, njóta landslagsins og náttúrunnar og skoða í nærmynd undir leiðsögn heimamanna. Sagðar verða allskonar sögur af svæðinu og spáð í hvað það er sem við höfum fyrir augunum. Við segjum huldufólks- og álfasögur, skoðum plöntur, fræðumst um dýra- og fuglalíf svæðisins, landslagið og jarðsöguna auk þess sem þátttakendur upplifa útveruna í því veðri sem er hverju sinni.

Þvert á gönguleiðina rennur áin Gufuá og yfir hana förum við, skoðum foss í ánni, vörðurnar og útsýnið frá þeim.

 

Hluti jarðarinnar Gufuá er dýrmætt votlendissvæði sem verið er að vinna í að skilgreina sem landbúnaðarsvæði með mikið náttúrugildi (LOGN = Landbúnaður og náttúruvernd). Í göngunni sést yfir það svæði auk þess sem leiðin liggur að hluta í gegnum það.

 

Við ferðumst á eðlilegum gönguhraða, bæði eftir stígum en einnig yfir gróið land, með landslagi, hæðum og lægðum. Mælt er með góðum gönguskóm eða öðrum skófatnaði sem hentar fyrir slíkt. Einnig vöðum við ána og leggjum til vaðskó fyrir þá sem vilja. Nokkuð víst er að það verður spaug og spé og hlátur og gaman á leiðinni. Við hverja vörðu er stopp þar sem sögur verða sagðar, spurningum svarar og nægjanlegur tími gefinn til að taka myndir.

 

Síðasta varðan á stígnum er við gamla fjárhúsið og við kíkjum að sjálfsögðu þar inn og heilsum upp á húsdýrin. Þau eru upprunalegu íslensku búfjártegundirnar; forystufé, geitur, hestar, hundar og kettir. Sé nægur tími er einnig hér hægt að taka myndir og komast í návígi við búsmalann.

Hentar fyrir 12 ára og eldri en börn eru á ábyrgð foreldra eða annars fullorðins fylgdaraðila.

ATH: ENGIN SALERNISAÐSTAÐA

Af öryggisástæðum leyfum við engin gæludýr með gestum (hvorki laus né í bandi).

IMG_5715.JPG

 ÖÐRUVÍSI UPPLIFUN 

2020-020.jpg
logo.jpg
bottom of page