
InHarmony
Live the life you love, love the life you live
ÞÆGINDI - ÖRYGGI - GÆÐI - FAGMENNSKA






Comfort er spaðahnakkur með rifflaðri sætisdýnu. Hann er sérstaklega mjúkur fyrir knapann með passlega eftirgefanlegum spöðum sem dreifa þyngd knapans yfir stærri flöt en hinar týpurnar. Undirdýnur stoppaðar með náttúrulegri ull.
Frábær útreiða og ferðahnakkur með góðum töskufestingum og reiðakeng.
Hefur verið óbreyttur frá fyrsta eintaki og stendur alltaf fyrir sínu.
Eins og í öðrum Benni´s Harmony hnökkum er hægt að velja liti og litasamsetningar á leðri og saumum eins og hver og einn vill.
Sætis stærð: Medium
Einlitur eða tvílitur að eigin vali.
Virkisgleidd: vinsamlegast hafið samband.
Á öllum hnökkum er hægt að fá áritaða plötu með nafni festa á hnakkinn.

Frábær í ferðalagið – töskuhringir að aftan fyrir hnakktösku, regnföt eða annan farangur.