top of page

SÉRVARA

Málaðar eða teiknaðar myndir fyrir einstaklinga eftir samkomulagi. Um er að ræða hefðbundnar vatnslitamyndir eða blýantsteikningar. Einnig er hægt að fá umræddar handunnar myndir settar á birkiundirlag, filmu (sem hægt er að líma t.d. á glugga) eða á striga.

 

Sendu mér tölvupóst með þínum óskum og mynd af hestinum þínum eða einhverju öðru sem þig langar að fá mynd af og ég athuga hvort ég geti málað hana fallega og hversu mikið það muni kosta. Einstök gjöf fyrir sérstök tækifæri.

VATNSLITAMYNDIR - EFTIRPRENTANIR

Eftirprentanir af vatnslitamyndum.

MYNDIR Á BIRKI

Vatnslitamyndir, heitþrykktar á birki. Viðurinn gefur myndunum skemmtilegan, lifandi og náttúrlegan bakgrunn sem passar vel við myndefnið. Myndirnar seldar án ramma. Léttar og þægilegar til sendingar í pósti, lítil hætta á skemmdum í flutningi. Stærðir: 28 x 20 cm og 20 x 14 cm.

 

Engar tvær myndir eru nákvæmlega eins þar sem bakgrunnur myndanna er einstakur hjá hverri mynd.

9275146-300x211.jpg
4471585-300x209.jpg
6503269-300x212.jpg

GJAFAKORT OG PÓSTKORT

Níu tegundir af póst- og gjafakortum með fallegum myndum af íslenskum hestum til að nota við ýmis tækifæri. Enginn texti er inni í kortunum en stuttur, glettinn texti á ensku við hverja mynd framan á kortinu sem getur haft skírskotun til þess sem fær kortið. Sjá hér að neðan. 

Kortin eru seld öll 9 saman í pakka á 4000 kr + sendingarkostnað. 

7243917-300x300.jpg
3690704-210x300.jpg
Postkort-10x21-72-300x143.jpg
6767133-300x300.jpg
Póstkort-11x16-1-300x208.jpg
Póstkort-11x16-3-300x206.jpg
bottom of page