top of page
Euphoria3.JPG

Euphoria- Sá allra nýjasti
Verð: 550.000 kr m.vsk.

Euphoria er upphaflega hannaður sem dressurhnakkur fyrir stóra hesta aðra en íslenska. Mín reynsla er sú að góðir slíkir hnakkar geta í sumum tilfellum hentað mjög vel okkar íslenska hesti og reiðmennsku. Þessi hnakkur er í þeim hópi.

Euphoria er með svokallað Nt-fjaðurvirki, sem er mjótt þar sem sætið er dýpst. Læri knapans liggja nær hestinum, sem einnig er kostur fyrir þá sem eru tæpir í mjöðmum og þola illa þá gleikkun sem fylgir því að sitja á hesti. Dýpsti punktur í sæti nær aðeins lengra aftur en almennt er í dressurhnökkum. Knapinn situr þægilega og algerlega óþvingaður, en hefur samt sem áður allan þann stuðning sem hann þarf frá meðalstórum hnépúðum og vel hönnuðu sæti.

Euphoria hefur verið einn farsælasti hnakkurinn frá Stübben í u.þ.b.9 ár. Það eru góð meðmæli.

Náttúruleg ull í undirdýnum.

Virkisgleidd: 32 cm

Sætisstærðir: L (18“), M (17,5“) og S (17“)

Verð 550.000 m.vsk. (Miðast við einlitan hnakk og orginal leður).

Litur: Einlitur að eigin vali eða tvílitur (25.000 kr. aukalega) að eigin vali. Einnig hægt að fá með Deluxe leðri (25.000 aukalega).

Einnig er hægt að velja mismunandi lit á saumum (7000 kr. aukalega) og upphleypta þrívíddarprentaða stafi að eigin vali á milli undirdýna (12.000 kr. aukalega).

Á alla hnakka er hægt að fá áritaða plötu með nafni festa á hnakkinn (5.000 kr. aukalega).

bottom of page