Valin til forystu – Heimsókn í forystu-fjárhús

1/26

Upplifunin er:

Að hitta í návígi og kynnast forystufé – sem er einstök skepna, nýlega skilgreind sem sérstakt kyn innan íslenska sauðfjárstofnsins. Í stuttri heimsókn gefst fólki kostur á að kynnast þessari skepnu nánar, sérkennum hennar og sögu, horfa á og snerta. Einstakt tækifæri til að taka myndir og eignast fallegar minningar.

 

 

 

 

 

 

Ég fer með þig í fjárhúsið þar sem þú hittir íslenskt forystufé - hrúta, ær og lömb. Forystufé er í dag talið hið upprunalega kyn sauðfjár sem landnámsmenn tóku með sér til Íslands þegar þeir settust þar að fyrir meira en 1100 árum. Það hefur einstaka eiginleika hvað varðar líkamlegt atgerfi, persónuleika, greind og ullargæði sem sker sig úr öðrum sauðfjárkynjum. Hvergi annars staðar í heiminum en á Íslandi finnst slíkt fé – og ekki mikið af því.

Forystufé eru greind dýr, vingjarnleg en vör um sig, yfirleitt ekki hvít heldur allavega mislit.

 

Farið verður í fljótu bragði yfir sögu þessara dýra, afurðir, hvaða not menn hafa haft af þeim í gegnum tíðina og hvers vegna svo lítið er til af þeim í dag. Meðan á heimsókninni stendur verða kindurnar fóðrarðar lítillega og gestum veitt tækifæri til að handfjatla þær, finna ullargæði, skoða lömb oþh. Við munum leitast við að svara spurningum gesta og það gefst gott tækifæri til að taka myndir, klóra og klappa dýrunum.

Reiknaðu með mjúkri, ullarkenndri, lyktandi, fyndinni, áhugaverðri og ógleymanlegri heimsókn.

 

 

 

 

 

 

 

Ég legg mig fram við að veita persónulega þjónustu og vonumst til að gestir eignist góðar minningar og skemmtileg augnablik sem festa má á filmu – Í stuttu máli: einstaka upplifun. Ef veður er gott eyðum við mestum tíma okkar úti, en ef ekki verðum við inni í fjárhúsinu. Vinsamlegast athugið að vera klædd eftir veðri (fjárhúsið er ekki upphitað), í hlý og vatnsheld föt og skó/stígvél, eftir því sem við á.

Af öryggisástæðum leyfum við engin gæludýr með gestum (hvorki laus né í bandi).

1,5 klukkustundir samtals.

2-ca.20 þátttakendur - þarf að panta með lágmarki 2ja daga fyrirvara

26 USD / 25 evrur / 3300 ISK

Laust: 1.Maí - 1. Nóvember.

Benni: +354 863-6895 Sigga: +354 893-1793